Attenborough fundar með leiðtogum G7 í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:56 David Attenborough mun funda með leiðtogum G7 ríkjanna í dag. Getty/Jeremy Selwyn Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag. Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle.
Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
„Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15
Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03