Fótbolti

Orðaður við endur­komu tveimur ára­tugum eftir að hann fór frá fé­laginu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Buffon stóð milli stanganna er Juventus tryggði sér ítalska bikarinn á þessari leiktíð.
Buffon stóð milli stanganna er Juventus tryggði sér ítalska bikarinn á þessari leiktíð. EPA-EFE/PAOLO MAGNI

Ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon hefur verið orðaður við endurkomu til Parma sem mun leika í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð.

Samningur hins 43 ára gamla Buffon við Juventus rann út að ný afstaðinni leiktíði á Ítalíu. Þessi reynslumikli markvörður stefnir á að spila áfram og hefur nú verið orðaður við sitt fyrrum félag, Parma.

Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn.

Buffon til Juventus árið 2001 fyrir metfé. Var það fé vel eytt en Buffon lék með liðinu allt til ársins 2018 er hann samdi við París-Saint-Germain til eins árs. Hann sneri svo aftur til Juventus sumarið 2019 en er nú samningslaus.

Buffon í leik með Parma gegn Lazio árið 1999.EPA PHOTO/ANSA/FICOCELLI

Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum. Þar af eru 657 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki ásamt 24 yngri landsleikjum.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.