Enski boltinn

„Ég vil ekki tala um framtíðina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Granit Xhaka er fyrirliði Svisslendinga.
Granit Xhaka er fyrirliði Svisslendinga. VÍSIR/GETTY

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, hefur verið orðaður við Roma síðustu vikur en hugur Svisslendingsins er á Evrópumótinu.

Granit Xhaka er væntanlega á leið burt frá Lundúnum og þar eru Sería A og Roma líklegir áfangastaðir.

Landsliðsmaðurinn Sviss er talinn ofarlega á óskalista Jose Mourinho en Xhaka vill ekki ræða um félagaskipti núna.

„Það eru alltaf sögusagnir þegar félagaskiptaglugginn opnar en ég vil ekki tala um framtíðina,“ sagði Xhaka.

„Ég er hundrað prósent einbeittur á landsliðið og hvað gerist þar á eftir, muntu fá að vita þá,“ bætti Xhaka við.

Xhaka er með samning fram til ársins 2023 hjá Arsenal en hann og Sviss spila fyrsta leikinn á EM gegn Wales á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.