Leita að eins árs stúlku eftir að lík systur hennar fannst í sjónum undan ströndum Tenerife Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 14:26 Skip Hafrannsóknastofnunar Spánar leggur leitinni að systrunum lið. Lík annarrar stúlkunnar fannst í vikunni. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld leita nú að eins árs gamalli stúlku eftir að lík sem er talið af sex ára gamalli systur hennar fannst í sjónum nærri bát föður þeirra undan ströndum Tenerife. Föðurins er einnig saknað en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar. Lík sex ára gamallar stúlku fannst í íþróttatösku og bundið við akkeri á þúsund metra dýpi nærri þeim stað sem leitarflokkar fundur mannslausan bát karlmannsins á reki. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest að líkið sé af eldri systurinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Önnur íþróttataska fannst nærri hinni en sú var tóm. Leit stendur enn yfir að yngri stúlkunni og föðurnum. Faðirinn heitir Tomás Gimeno en hann er grunaður um að standa að hvarfi dætra sinna, Oliviu sem er sex ára og Önnu sem er eins árs. Hann skilaði stúlkunum ekki til móður sinnar þegar honum bar að gera það í lok apríl, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Beatriz Zimmermann, móðir stúlknanna og fyrrverandi eiginkona Gimeno, hefur haldið því fram að hann hafi hótað því að hún fengi aldrei aftur að sjá dætur sínar. Hvarf systranna hefur slegið marga óhugi á Spáni. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi samúðarkveðjur til móður stúlknanna og ástvina hennar á Twitter. „Ég get ekki ímyndað mér sársauka móður Önnu litlu og Oliviu sem hurfu á Tenerife vegna þeirra hræðilegu frétta sem við vorum að fá,“ tísti Sánchez. Kvenréttindasamtök hafa boðað til mótmæla um allt land í dag vegna vaxandi ofbeldis gegn konum sem hefur lengi verið viðvarandi vandamál á Spáni. Karlmenn hafa drepið átján konur á Spáni það sem af er ári samkvæmt jafnréttisráðuneyti landsins. Frá því að byrjað var að halda utan um slíka tölfræði árið 2013 hafa 1.096 konur verið drepnar. Ofbeldisfullir karlmenn hafa einnig notað börn til þess að koma höggi á núverandi eða fyrrverandi maka. Frá 2013 hafa 39 börn verið myrt af líffræðilegum feðrum sínum. Spánn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Lík sex ára gamallar stúlku fannst í íþróttatösku og bundið við akkeri á þúsund metra dýpi nærri þeim stað sem leitarflokkar fundur mannslausan bát karlmannsins á reki. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest að líkið sé af eldri systurinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Önnur íþróttataska fannst nærri hinni en sú var tóm. Leit stendur enn yfir að yngri stúlkunni og föðurnum. Faðirinn heitir Tomás Gimeno en hann er grunaður um að standa að hvarfi dætra sinna, Oliviu sem er sex ára og Önnu sem er eins árs. Hann skilaði stúlkunum ekki til móður sinnar þegar honum bar að gera það í lok apríl, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Beatriz Zimmermann, móðir stúlknanna og fyrrverandi eiginkona Gimeno, hefur haldið því fram að hann hafi hótað því að hún fengi aldrei aftur að sjá dætur sínar. Hvarf systranna hefur slegið marga óhugi á Spáni. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi samúðarkveðjur til móður stúlknanna og ástvina hennar á Twitter. „Ég get ekki ímyndað mér sársauka móður Önnu litlu og Oliviu sem hurfu á Tenerife vegna þeirra hræðilegu frétta sem við vorum að fá,“ tísti Sánchez. Kvenréttindasamtök hafa boðað til mótmæla um allt land í dag vegna vaxandi ofbeldis gegn konum sem hefur lengi verið viðvarandi vandamál á Spáni. Karlmenn hafa drepið átján konur á Spáni það sem af er ári samkvæmt jafnréttisráðuneyti landsins. Frá því að byrjað var að halda utan um slíka tölfræði árið 2013 hafa 1.096 konur verið drepnar. Ofbeldisfullir karlmenn hafa einnig notað börn til þess að koma höggi á núverandi eða fyrrverandi maka. Frá 2013 hafa 39 börn verið myrt af líffræðilegum feðrum sínum.
Spánn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira