Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 13:05 Ivan Zhdanov (f.m.) stýrði Sjóði gegn spillingu. Nýlega ákváðu bandamenn Navalní að leysa upp net svæðisskrifstofa um Rússlandi til þess að starfsmenn þeirra ættu ekki á hættu að vera sóttir til saka yrðu samtök Navalní lýst ólögleg. Nú er Zhdanov sjálfur eftirlýstur. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira