Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2021 20:00 Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar. ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira