Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 15:54 Kona mótmælir meðferð Kínverja á Úígúrum í Tyrklandi. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um þjóðarmorð á þjóðernisminnihlutum í Xinjiang-héraði. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22