Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 18:24 Röðin í bólusetningu fyrr í dag var löng. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. „Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
„Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17