Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 18:24 Röðin í bólusetningu fyrr í dag var löng. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. „Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17