Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:19 Röðin í bólusetnnigu hefur aldrei verið jafnlöng og í dag. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira