Innlent

Hannes beið og beið og fékk enga bólu­setningu

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes er ósáttur við að hafa ekki komist að í bólusetningu, seinni sprautuna, í morgun. Hann þarf að fara til útlanda í næstu viku til að halda tvo fyrirlestra. „En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes
Hannes er ósáttur við að hafa ekki komist að í bólusetningu, seinni sprautuna, í morgun. Hann þarf að fara til útlanda í næstu viku til að halda tvo fyrirlestra. „En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes vísir/vilhelm

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu.

„Ég var einn þeirra, sem mættu í Laugardalshöll í góðri trú klukkan níu í morgun, strax og var opnað, en varð frá að hverfa,“ segir Hannes heldur gramur á Facebook-síðu sinni.

Sama átti við um blaðamann Vísis sem hér skrifar. Hann hafði fengið ábendingu um að verið væri að koma út aukaskömmtum af AstraZeneca í morgun. En því miður virðast allir landsmenn hafa fengið þessa sömu ábendingu. Eftir að hafa beðið í bílaröð á Suðurlandsbrautinni lengi vel og komið var að beygjuljósum niður í Laugardal var ljóst hæpið var að þetta myndi ganga. Biðröðin var löng. 

Þegar fyrir lá að blaðamaður, sem hefur antípat á bæði biðröðum og sprautum og rigna tók að auki á mannskapinn, var aðeins um það eitt að ræða að snúa frá.

Hannes Hólmsteinn fékk fyrri skammtinn af AstraZeneca fyrir átta vikum.

„Ég þarf að fara til útlanda í næstu viku að halda tvo fyrirlestra. En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes og bætir því við að það hafi verið þótt þeir farar gætu ekki komið fram opinberlega, af því að þeir báru með sér smit.

Hannes segir að ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir Íslendingar nú getað verið bólusettir.

„Þess í stað lét Svandís sér nægja að taka númer á biðstofu Evrópusambandsins og settist og beið. Og beið.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.