Innlent

Kjörin for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands fyrst kvenna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Anna Dóra Sæþórsdóttir er nýr formaður Ferðafélags Íslands.
Anna Dóra Sæþórsdóttir er nýr formaður Ferðafélags Íslands. Stöð 2

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu FÍ. Mbl hefur eftir Önnu Dóru að hún vilji halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið á vettvangi félagsins undir forystu Ólafs. Anna Dóra er prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Þá segir hún jafnframt að aldrei hafi verið meiri aðsókn í ferðir á vegum félagsins, hvort sem um sé að ræða erfiðar jökulgöngur eða auðveldar skemmtiferðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×