Segist hafa lifað í ótta undanfarin ár og ekki þorað að segja sögu sína opinberlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2021 07:00 Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Tom Weller/Getty Images Silas Wamangituka, markahæsti leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart, ku ekki heita því nafni né vera fæddur árið 1999 eins og segir í vegabréfi hans. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og Stuttgart gáfu frá sér í gær. Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira