Skrifaði undir samning sem gildir næsta áratuginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:31 Jon Moncayola með boltann í leik gegn Athletic Bilbao á leiktíðinni. EPA-EFE/Miguel Tona Það eru fáir – ef einhverjir – knattspyrnumenn þarna úti sem hafa skrifað undir tíu ára samning á lífsleiðinni. Jon Moncayola, leikmaður Osasuna í La Liga, spænski úrvalsdeildinni, varð hins vegar í dag einn af þeim. Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira