Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Giuliani er nú til rannsóknar vestanhafs vegna samskipta sinna við úkraínska ráðamenn. AP/Jacquelyn Martin CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira