Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:30 Nikolaj Hansen segist í töluvert betra formi en á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. „Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
„Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira