Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:30 Nikolaj Hansen segist í töluvert betra formi en á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. „Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
„Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira