Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:01 Hrönn Stefánsdóttir er verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. VÍSIR/ARNAR Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira