Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 23:27 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. „Úrslitin eru talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálfstæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur,“ tilkynnti Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag. Brynjar hefur verið nokkuð umdeildur þingmaður, kannski ögn meira en virðist óhjákvæmilega fylgja starfinu. Það er þó ljóst af viðbrögðum fylgjenda hans á Facebook við færsluna að hans verður sárt saknað af stuðningsmönnum sínum. Og einnig af utanríkisráðherranum Guðlaugi, sem lýsti Brynjari svo við Vísi í dag: „Maður sem er mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni, skarpgreindur og á auðvelt með að skilja aðalatriði frá aukaatriðum.“ „Það væri mikill missir að honum ef hann væri ekki áfram með okkur. Þó auðvitað komi alltaf maður í manns stað þá vona ég nú að hann hugsi málið aðeins betur,“ hélt Guðlaugur áfram og benti á að Brynjar hefði fengið „góða kosningu þrátt fyrir að hafa ekki, eins og oft gerist, fengið það sem hann vildi“. Guðlaugur ræddi úrslit prófkjörsins við Vísis í dag.vísir/vilhelm Guðlaugur vill því greinilega að Brynjar taki það sæti á lista í örðu Reykjavíkurkjördæminu sem kjörstjórn myndi bjóða honum. Miðað við fimmta sæti í prófkjörinu ætti honum að bjóðast þriðja sæti á lista í öðru kjördæminu. Og það gæti vel skilað honum aftur á þing, því Sjálfstæðisflokkurinn náði þremur þingmönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum en tveimur í Reykjavík suður, þar sem Brynjar var á lista. Þriðja sætið er því tvímælalaust baráttusæti fyrir flokkinn. Kominn með aðra vinnu Þó Brynjar sé umdeildur og jafnan þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, þá oft um viðkvæm málefni, virðast pólitískir andstæðingar hans oft taka honum af nokkurri léttúð. Það skýrist kannski af því að oft er stutt í húmorinn hjá Brynjari. Brynjar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafa gjarnan eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum en Helga virðist strax farin að sakna rifrildanna: „Ertu ekki samt til í að mæta reglulega og röfla við mig í Bítinu? Ég nenni ekkert að vakna svona snemma fyrir hvern sem er,“ skrifar hún við tilkynningu Brynjars. En Brynjar efast um það. Stutt er í gamanið þó hann sé vonsvikinn yfir úrslitunum því þegar hann er spurður á þræðinum við færsluna hvort hann vanti nú ekki nýja vinnu heldur hann nú ekki: „Nei, er búinn að stofna Only Fans síðu,“ segir hann og vekur athugasemdin mikla lukku meðal vina hans á Facebook. Úr dómsmálaráðuneytinu og út af þingi Einhverjir hafa viljað túlka niðurstöðu prófkjörsins sem hálfgerða höfnun Sjálfstæðismanna í borginni á þeim væng flokksins sem má segja að sé lengst til hægri eða íhaldssamastur. Sigríður Á. Andersen galt til að mynda afhroð í prófkjörinu. Hún sóttist eftir öðru sætinu eins og Brynjar en endaði ekki meðal efstu átta. Sjá einnig: „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“. Hún er því á leið af þingi eins og Brynjar en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum og hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra áður en hún sagði af sér embætti eftir Landsréttarmálið. Brynjar og Sigríður hafa haldið úti háværri gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og beinlínis lýst sig andsnúin mörgu sem flokkur þeirra hefur látið viðgangast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór sagði við Vísi í dag að einnig yrði mikill söknuður að Sigríði af þingi. „Þú þarft ekkert að vera sammála henni í öllu en það getur enginn haldið öðru fram en að þar fari mjög skeleggur og öflugur stjórnmálamaður,“ sagði hann. Spurður hvort honum þætti listinn endurspegla ákall flokksmanna um nýliðun sagði Guðlaugur efstu sæti listans vera góða blöndu af nýliðum og reynslu. Aðstoðarmaður hans Diljá Mist Einarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því fjórða. Þær taka því báðar annað sæti á listum flokksins í Reykjavík. Sjá einnig: Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu. Flokkurinn verður því með þrjár ungar konur í fjórum efstu sætum sínum í Reykjavík, því Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, mun leiða annan listann. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Úrslitin eru talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálfstæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur,“ tilkynnti Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag. Brynjar hefur verið nokkuð umdeildur þingmaður, kannski ögn meira en virðist óhjákvæmilega fylgja starfinu. Það er þó ljóst af viðbrögðum fylgjenda hans á Facebook við færsluna að hans verður sárt saknað af stuðningsmönnum sínum. Og einnig af utanríkisráðherranum Guðlaugi, sem lýsti Brynjari svo við Vísi í dag: „Maður sem er mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni, skarpgreindur og á auðvelt með að skilja aðalatriði frá aukaatriðum.“ „Það væri mikill missir að honum ef hann væri ekki áfram með okkur. Þó auðvitað komi alltaf maður í manns stað þá vona ég nú að hann hugsi málið aðeins betur,“ hélt Guðlaugur áfram og benti á að Brynjar hefði fengið „góða kosningu þrátt fyrir að hafa ekki, eins og oft gerist, fengið það sem hann vildi“. Guðlaugur ræddi úrslit prófkjörsins við Vísis í dag.vísir/vilhelm Guðlaugur vill því greinilega að Brynjar taki það sæti á lista í örðu Reykjavíkurkjördæminu sem kjörstjórn myndi bjóða honum. Miðað við fimmta sæti í prófkjörinu ætti honum að bjóðast þriðja sæti á lista í öðru kjördæminu. Og það gæti vel skilað honum aftur á þing, því Sjálfstæðisflokkurinn náði þremur þingmönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum en tveimur í Reykjavík suður, þar sem Brynjar var á lista. Þriðja sætið er því tvímælalaust baráttusæti fyrir flokkinn. Kominn með aðra vinnu Þó Brynjar sé umdeildur og jafnan þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, þá oft um viðkvæm málefni, virðast pólitískir andstæðingar hans oft taka honum af nokkurri léttúð. Það skýrist kannski af því að oft er stutt í húmorinn hjá Brynjari. Brynjar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafa gjarnan eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum en Helga virðist strax farin að sakna rifrildanna: „Ertu ekki samt til í að mæta reglulega og röfla við mig í Bítinu? Ég nenni ekkert að vakna svona snemma fyrir hvern sem er,“ skrifar hún við tilkynningu Brynjars. En Brynjar efast um það. Stutt er í gamanið þó hann sé vonsvikinn yfir úrslitunum því þegar hann er spurður á þræðinum við færsluna hvort hann vanti nú ekki nýja vinnu heldur hann nú ekki: „Nei, er búinn að stofna Only Fans síðu,“ segir hann og vekur athugasemdin mikla lukku meðal vina hans á Facebook. Úr dómsmálaráðuneytinu og út af þingi Einhverjir hafa viljað túlka niðurstöðu prófkjörsins sem hálfgerða höfnun Sjálfstæðismanna í borginni á þeim væng flokksins sem má segja að sé lengst til hægri eða íhaldssamastur. Sigríður Á. Andersen galt til að mynda afhroð í prófkjörinu. Hún sóttist eftir öðru sætinu eins og Brynjar en endaði ekki meðal efstu átta. Sjá einnig: „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“. Hún er því á leið af þingi eins og Brynjar en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum og hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra áður en hún sagði af sér embætti eftir Landsréttarmálið. Brynjar og Sigríður hafa haldið úti háværri gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og beinlínis lýst sig andsnúin mörgu sem flokkur þeirra hefur látið viðgangast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór sagði við Vísi í dag að einnig yrði mikill söknuður að Sigríði af þingi. „Þú þarft ekkert að vera sammála henni í öllu en það getur enginn haldið öðru fram en að þar fari mjög skeleggur og öflugur stjórnmálamaður,“ sagði hann. Spurður hvort honum þætti listinn endurspegla ákall flokksmanna um nýliðun sagði Guðlaugur efstu sæti listans vera góða blöndu af nýliðum og reynslu. Aðstoðarmaður hans Diljá Mist Einarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því fjórða. Þær taka því báðar annað sæti á listum flokksins í Reykjavík. Sjá einnig: Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu. Flokkurinn verður því með þrjár ungar konur í fjórum efstu sætum sínum í Reykjavík, því Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, mun leiða annan listann.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39