Innlent

Guð­laugur sigrar í leið­toga­slag Sjálf­­stæðis­­flokksins í Reykja­­vík

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör.
Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum.

Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar.

Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti.

Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri.

Sjá einnig:  Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu?



Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm

Þrjár konur í efstu fjórum

Diljá Mist Einars­dóttir, að­stoðar­maður Guð­laugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða.

Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta.

Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin.

Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti.
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti.
  7. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti.
  8. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.

Tengdar fréttir

Guð­laugur tekur af­gerandi for­ystu

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra er aftur kominn með for­ystu í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík þegar um 1.500 at­kvæði eru ó­talin.

„Ég er alveg af­slöppuð með þessa niður­­­stöðu“

Út­lit er fyrir að fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, sem hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðu Á. Ander­sen, sé á leið af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Hún segir von­brigði að vera í áttunda sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík eftir að tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×