Baráttan bara rétt að byrja Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 13:30 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11