Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 23:27 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. „Úrslitin eru talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálfstæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur,“ tilkynnti Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag. Brynjar hefur verið nokkuð umdeildur þingmaður, kannski ögn meira en virðist óhjákvæmilega fylgja starfinu. Það er þó ljóst af viðbrögðum fylgjenda hans á Facebook við færsluna að hans verður sárt saknað af stuðningsmönnum sínum. Og einnig af utanríkisráðherranum Guðlaugi, sem lýsti Brynjari svo við Vísi í dag: „Maður sem er mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni, skarpgreindur og á auðvelt með að skilja aðalatriði frá aukaatriðum.“ „Það væri mikill missir að honum ef hann væri ekki áfram með okkur. Þó auðvitað komi alltaf maður í manns stað þá vona ég nú að hann hugsi málið aðeins betur,“ hélt Guðlaugur áfram og benti á að Brynjar hefði fengið „góða kosningu þrátt fyrir að hafa ekki, eins og oft gerist, fengið það sem hann vildi“. Guðlaugur ræddi úrslit prófkjörsins við Vísis í dag.vísir/vilhelm Guðlaugur vill því greinilega að Brynjar taki það sæti á lista í örðu Reykjavíkurkjördæminu sem kjörstjórn myndi bjóða honum. Miðað við fimmta sæti í prófkjörinu ætti honum að bjóðast þriðja sæti á lista í öðru kjördæminu. Og það gæti vel skilað honum aftur á þing, því Sjálfstæðisflokkurinn náði þremur þingmönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum en tveimur í Reykjavík suður, þar sem Brynjar var á lista. Þriðja sætið er því tvímælalaust baráttusæti fyrir flokkinn. Kominn með aðra vinnu Þó Brynjar sé umdeildur og jafnan þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, þá oft um viðkvæm málefni, virðast pólitískir andstæðingar hans oft taka honum af nokkurri léttúð. Það skýrist kannski af því að oft er stutt í húmorinn hjá Brynjari. Brynjar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafa gjarnan eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum en Helga virðist strax farin að sakna rifrildanna: „Ertu ekki samt til í að mæta reglulega og röfla við mig í Bítinu? Ég nenni ekkert að vakna svona snemma fyrir hvern sem er,“ skrifar hún við tilkynningu Brynjars. En Brynjar efast um það. Stutt er í gamanið þó hann sé vonsvikinn yfir úrslitunum því þegar hann er spurður á þræðinum við færsluna hvort hann vanti nú ekki nýja vinnu heldur hann nú ekki: „Nei, er búinn að stofna Only Fans síðu,“ segir hann og vekur athugasemdin mikla lukku meðal vina hans á Facebook. Úr dómsmálaráðuneytinu og út af þingi Einhverjir hafa viljað túlka niðurstöðu prófkjörsins sem hálfgerða höfnun Sjálfstæðismanna í borginni á þeim væng flokksins sem má segja að sé lengst til hægri eða íhaldssamastur. Sigríður Á. Andersen galt til að mynda afhroð í prófkjörinu. Hún sóttist eftir öðru sætinu eins og Brynjar en endaði ekki meðal efstu átta. Sjá einnig: „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“. Hún er því á leið af þingi eins og Brynjar en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum og hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra áður en hún sagði af sér embætti eftir Landsréttarmálið. Brynjar og Sigríður hafa haldið úti háværri gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og beinlínis lýst sig andsnúin mörgu sem flokkur þeirra hefur látið viðgangast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór sagði við Vísi í dag að einnig yrði mikill söknuður að Sigríði af þingi. „Þú þarft ekkert að vera sammála henni í öllu en það getur enginn haldið öðru fram en að þar fari mjög skeleggur og öflugur stjórnmálamaður,“ sagði hann. Spurður hvort honum þætti listinn endurspegla ákall flokksmanna um nýliðun sagði Guðlaugur efstu sæti listans vera góða blöndu af nýliðum og reynslu. Aðstoðarmaður hans Diljá Mist Einarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því fjórða. Þær taka því báðar annað sæti á listum flokksins í Reykjavík. Sjá einnig: Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu. Flokkurinn verður því með þrjár ungar konur í fjórum efstu sætum sínum í Reykjavík, því Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, mun leiða annan listann. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Úrslitin eru talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálfstæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur,“ tilkynnti Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag. Brynjar hefur verið nokkuð umdeildur þingmaður, kannski ögn meira en virðist óhjákvæmilega fylgja starfinu. Það er þó ljóst af viðbrögðum fylgjenda hans á Facebook við færsluna að hans verður sárt saknað af stuðningsmönnum sínum. Og einnig af utanríkisráðherranum Guðlaugi, sem lýsti Brynjari svo við Vísi í dag: „Maður sem er mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni, skarpgreindur og á auðvelt með að skilja aðalatriði frá aukaatriðum.“ „Það væri mikill missir að honum ef hann væri ekki áfram með okkur. Þó auðvitað komi alltaf maður í manns stað þá vona ég nú að hann hugsi málið aðeins betur,“ hélt Guðlaugur áfram og benti á að Brynjar hefði fengið „góða kosningu þrátt fyrir að hafa ekki, eins og oft gerist, fengið það sem hann vildi“. Guðlaugur ræddi úrslit prófkjörsins við Vísis í dag.vísir/vilhelm Guðlaugur vill því greinilega að Brynjar taki það sæti á lista í örðu Reykjavíkurkjördæminu sem kjörstjórn myndi bjóða honum. Miðað við fimmta sæti í prófkjörinu ætti honum að bjóðast þriðja sæti á lista í öðru kjördæminu. Og það gæti vel skilað honum aftur á þing, því Sjálfstæðisflokkurinn náði þremur þingmönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum en tveimur í Reykjavík suður, þar sem Brynjar var á lista. Þriðja sætið er því tvímælalaust baráttusæti fyrir flokkinn. Kominn með aðra vinnu Þó Brynjar sé umdeildur og jafnan þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, þá oft um viðkvæm málefni, virðast pólitískir andstæðingar hans oft taka honum af nokkurri léttúð. Það skýrist kannski af því að oft er stutt í húmorinn hjá Brynjari. Brynjar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafa gjarnan eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum en Helga virðist strax farin að sakna rifrildanna: „Ertu ekki samt til í að mæta reglulega og röfla við mig í Bítinu? Ég nenni ekkert að vakna svona snemma fyrir hvern sem er,“ skrifar hún við tilkynningu Brynjars. En Brynjar efast um það. Stutt er í gamanið þó hann sé vonsvikinn yfir úrslitunum því þegar hann er spurður á þræðinum við færsluna hvort hann vanti nú ekki nýja vinnu heldur hann nú ekki: „Nei, er búinn að stofna Only Fans síðu,“ segir hann og vekur athugasemdin mikla lukku meðal vina hans á Facebook. Úr dómsmálaráðuneytinu og út af þingi Einhverjir hafa viljað túlka niðurstöðu prófkjörsins sem hálfgerða höfnun Sjálfstæðismanna í borginni á þeim væng flokksins sem má segja að sé lengst til hægri eða íhaldssamastur. Sigríður Á. Andersen galt til að mynda afhroð í prófkjörinu. Hún sóttist eftir öðru sætinu eins og Brynjar en endaði ekki meðal efstu átta. Sjá einnig: „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“. Hún er því á leið af þingi eins og Brynjar en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum og hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra áður en hún sagði af sér embætti eftir Landsréttarmálið. Brynjar og Sigríður hafa haldið úti háværri gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og beinlínis lýst sig andsnúin mörgu sem flokkur þeirra hefur látið viðgangast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór sagði við Vísi í dag að einnig yrði mikill söknuður að Sigríði af þingi. „Þú þarft ekkert að vera sammála henni í öllu en það getur enginn haldið öðru fram en að þar fari mjög skeleggur og öflugur stjórnmálamaður,“ sagði hann. Spurður hvort honum þætti listinn endurspegla ákall flokksmanna um nýliðun sagði Guðlaugur efstu sæti listans vera góða blöndu af nýliðum og reynslu. Aðstoðarmaður hans Diljá Mist Einarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því fjórða. Þær taka því báðar annað sæti á listum flokksins í Reykjavík. Sjá einnig: Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu. Flokkurinn verður því með þrjár ungar konur í fjórum efstu sætum sínum í Reykjavík, því Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, mun leiða annan listann.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39