Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 17:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist fordæma danska jafnaðarmanna fyrir nýja stefnu í innflytjendamálum. Vísir/Vilhelm Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira