Erlent

Hundar drápu ungt barn í Noregi

Kjartan Kjartansson skrifar
Norska lögreglan rannsakar nú dauða barnsins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Norska lögreglan rannsakar nú dauða barnsins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA

Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar.

Barnið var í heimsókn hjá nánum ættingja sem átti hundana tvo þegar þeir réðust á það. Norska ríkisútvarpið NRK segir að lögreglu hafi borist tilkynning um atburðinn upp úr hádegi í gær.

Rannsókn stendur yfir á dauða barnsins en ekki hefur verið greint frá af hvað tegund hundarnir voru. Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um atburðarásina og aðstæður þegar hundarnir réðust á barnið.

Eigandi hundanna fór fram á að þeir yrðu aflífaðir og var að gert þegar í gærkvöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.