Fótbolti

Endurkomusigur Þróttar á Akureyri

Nik Chamberlain er þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain er þjálfari Þróttar

Þróttur bar sigurorð af Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta á Akureyri í dag.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Hulda Björg Hannesdóttir kom heimakonum yfir á 53.mínútu.

Á 67.mínútu var dæmd vítaspyrna á heimakonur og úr henni skoraði Katherine Cousins og jafnaði metin. Skömmu síðar náði Tinna Kujundzic forystunni fyrir Þrótt.

Á lokamínútu leiksins gulltryggði Shea Moyer svo góða endurkomu gestanna og 1-3 sigur Þróttar staðreynd.

Þróttur með níu stig í fjórða sæti deildarinnar en Norðankonur hafa þremur stigum minna og sitja í sjöunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.