Delta-afbrigðið greinist í Ástralíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 23:29 Alls hafa 64 greinst smitaðir af Covid-19 í Viktoríu frá 24. maí síðastliðnum. Getty/Darrian Traynor Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum. Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira