Fótbolti

Alexander-Arn­old missir af EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik gærdagsins.
Úr leik gærdagsins. EPA-EFE/Peter Powell

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool og einn af fjórum hægri bakvörðum sem Gareth Southgate valdi í enska landsliðið fyrir EM, mun ekki fara með Englandi á mótið vegna meiðsla.

Mikil umræða skapaðist er Southgate, landsliðseinvaldur Englands, valdi Trent ekki í landsliðið í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2022 í mars síðastliðnum. 

Í kjölfarið bárust þær fregnir að hann yrði að öllum líkindum ekki í hópnum sem færi á EM en á endanum lét Southgate undan og valdi Trent, ásamt öðrum þremur hægri bakvörðum, í 26 manna hóp sinn.

Í gærkvöld mættust England og Austurríki í vináttulandsleik sem var hluti af undirbúning liðanna fyrir EM sem hefst þann 11. júní. Alexander-Arnold var í byrjunarliði Englands en meiddist í leiknum sem England vann 1-0 þökk sé marki Bukayo Saka.

Nú hefur komið í ljós að hann verður frá næstu vikurnar vegna meiðslanna.

Alexander-Arnold ku vera með rifu í lærisvöðva og er ljóst að hann mun ekki ná sér af þeim meiðslum áður en mótið hefst.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×