Erlent

Þrengt var að hálsi Söruh Everard

Atli Ísleifsson skrifar
Mál Söruh Everard vakti gríðarlega athygli í Bretlandi og víðar og beindi kastljósinu að öryggi kvenna.
Mál Söruh Everard vakti gríðarlega athygli í Bretlandi og víðar og beindi kastljósinu að öryggi kvenna.

Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag.

Mál Söruh Everand vakti mikla athygli í vor, en hún hvarf sporlaust eftir að hafa verið að ganga heim í Clapham í suðurhluta Lundúna þann 3. mars síðastliðinn.

Hvarfið leiddi til mikillar lögregluaðgerðar og fannst lík hennar í skóglendi við Ashford í Kent viku eftir hvarfið.

Í frétt Sky News segir að Lundúnalögreglan hafi upplýst fjölskyldu Everard um niðurstöður réttarkrufningarinnar og boðið fjölskyldunni aðstoð sérfræðinga.

Lögreglumaðurinn Wayne Couzens, 48 ára, hefur verið ákærður fyrir mannrán og morð. Búist er við að réttarhöld hefjist í málinu í október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest.

Fundu lík í leitinni að Söruh Everard

Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×