Erlent

Lögregluþjónninn í Lundúnum nú grunaður um morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London.
Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London

Breskur lögregluþjónn sem handtekinn var í gærkvöldi vegna hvarfs hinnar 33 ára Söruh Everard í Lundúnum er sakaður um morð. Hann var upprunalega handtekinn vegna gruns um mannrán.

Lögregluþjónninn hefur nú verið handtekinn aftur og þá vegna gruns um morð og er sömuleiðis sakaður um að hafa berað sig. Þegar hann var handtekinn í Kent var kona einnig handtekin en hún er enn í haldi og er grunuð um að hafa aðstoðað lögregluþjóninn við saknæmt athæfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnumsem Sky News segir frá.

Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Þá var hún á leið heim til sín en hvarf.

Sjá einnig: Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard

Umræddur lögregluþjónn er sagður á fimmtugsaldri og vann hann sérstaklega við að vakta opinberar byggingar.Lögreglan leitar nú í húsnæði í suðurhluta Lundúna, íbúð í Kent og sömuleiðis í skógi í Ashford suðvestur af Lundúnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.