Létu sig hverfa úr þingsal til að stöðva takmarkanir á kosningarétti Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 11:18 Andstæðingar frumvarps repúblikana mótmælu við ríkisþingið í Austin fyrr í þessum mánuði. Þeir saka repúblikana um að vilja takmarka rétt fólks til þess að kjósa. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22
Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52
Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01