Innlent

Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Víglínan í dag.
Víglínan í dag. EINAR ÁRNASON

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi.

Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráð­herrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið.

„Við munum auð­vitað halda á­fram að reyna að tala saman stjórnar­flokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna ein­fald­lega að fara að keyra það í gegn á ein­hverju sam­komu­lagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víg­línunni í dag.

Hann segir hug­myndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira sam­tal í sam­fé­laginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að fram­kvæma það á einu kjör­tíma­bili. Í raun og veru er þetta það stórt verk­efni að það þarf lengri að­draganda.“

Hann segir Fram­sóknar­flokkinn hafa sett fyrir­vara við málið inn í stjórnar­sátt­málann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé úti­lokað að málið fari í gegn í sinni nú­verandi mynd.

Það hafi mis­tekist að sætta alla sem koma á málinu, sér­stak­lega þá sem búa næst þjóð­garðinum. „En af því að hug­myndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf ein­fald­lega meira sam­tal í sam­fé­laginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að fram­kvæma það á einu kjör­tíma­bili. Í raun og veru er þetta það stórt verk­efni að það þarf lengri að­draganda.“

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm

Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn

Sigurður Ingi var þá spurður hver mögu­leg út­koma gæti verið í málinu á yfir­standandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóð­garðinn minni?

„Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í sam­talinu, hvernig við getum haldið því á­fram og ég ætla ekkert að úti­loka að það finnist ein­hverjar leiðir til þess en þessi út­færsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi mögu­leikann á því að Vatna­jökuls­þjóð­garður yrði stækkaður nokkuð í staðinn.

Var þetta klúður hjá um­hverfis­ráð­herra?

„Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hug­mynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt sam­fé­lagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóð­garð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×