Fótbolti

Diljá og Hlín unnu Íslendingaslagina í Svíþjóð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diljá Zomers skoraði þriðja mark Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Diljá Zomers skoraði þriðja mark Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Matthias Kern/Bongarts/Getty Images

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í sænsku úrvasldeildinni í knattspyrnu í dag. Diljá Zomers skoraði þriðja mark Häcken í 3-0 sigri liðsins gegn Örebro og Hlín Eiríksdóttir spilaði seinustu tíu mínúturnar í 1-0 sigri Pitea gegn Djurgården.

Häcken tók forystuna á 28. mínútu gegn Örebro með marki frá Lottu Okvist og þannig var staðan í hálfleik.

Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna á 72. mínútu. Aðeins þrem mínútum seinna fékk Jenna Hellstro að líta rauða spjaldið í liði Örebro.

Diljá Zomers kom inn á sem varamaður á 84. mínútu og hún gulltryggði 3-0 sigur Häcken á þriðju mínútu uppbótartíma.

Berglind Ágústsdóttir og Cecilia Rúnarsdóttir spiluðu allan leikinn í liði Örebro sem er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Diljá og liðsfélagar hennar í Häcken eru í örðu sæti með 16 stig.

Á sama tíma tók Pitea á móti Djurgården í öðrum Íslendingaslag.

Cecilia Edlund skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur Pitea.

Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Pitea þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir Djurgården.

Pitea er með sex stig í níunda sæti deildarinnar, en Djurgården situr enn í því ellefta með þrjú stig.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×