Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 19:05 Enginn mun bruna niður Laugaveginn á rafhlaupahjóli ef tillögur hópsins ná fram að ganga. vísir/vilhelm Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól. Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól.
Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira