Viðurkenna ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 09:00 Frá minningarathöfn um fórnarlömb þjóðarmorðanna í Namibíu á nýlendutíma Þjóðverja sem fram fór í Berlín árið 2011. AP Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar. Þýskaland Namibía Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar.
Þýskaland Namibía Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira