Fótbolti

Sjáðu markið sem skaut liði Bjarka og Óttars upp í ítölsku úr­vals­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. @VeneziaFC_IT

Venezia tryggði sér sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Serie A, í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Cittadella í síðari leik liðanna í úrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Venezia og liðið því komið upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

Leikur kvöldsins var æsti spennandi en gestirnir í Cittadella komust yfir á 26. mínútu og tíu mínútum síðar nældi Pasquale Mazzocchi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni og Venezia manni færri.

Staðan enn 0-1 í hálfleik og því stefndi í framlengingu þegar leið á síðari hálfleik. Varamaðurinn Mattia Aramu lét svo reka sig upp í stúku þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. 

Virtist það kveikja í leikmönnum Venezia en manni færri tókst liðinu að jafna metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Riccardo Bocalon jafnaði fyrir Venezia og allt ætlaði um koll að keyra.

Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Venezia leikur því í ítölsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Bjarki Steinn Bjarkason sat allan leik kvöldsins á varamannabekk Venezia en Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahóp liðsins vegna meiðsla.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×