„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 16:21 Þórir Skarphéðinsson hugsar til þúsunda landsmanna sem tóku lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir árið 2013 með 16% uppgreiðslugjaldi. Vísir/SigurjónÓ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“ Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42