Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 12:42 Hjónin Erla og Finnbjörn fögnuðu sigrinum í gær. Þau átti ekki von á að dómurinn myndi falla þeim í hag en segja málinu að öllum líkindum ekki lokið. AÐSEND Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent