Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Snorri Másson skrifar 29. maí 2021 07:01 Reykjavík er að breytast. Hjól, hlaupahjól, rafhjól og rafhlaupahjól eru að stórauka hlutdeild sína í daglegum ferðum fólks, en þó heyrast enn raddir um að hér viðri ekki til daglegrar notkunar slíkra ferðamáta. Vísindin segja annað: Hér blaktir raunar varla hundshár á höfði lengur miðað við það sem áður var. Þökk sé gróðri og byggð. Vísir/Vilhelm Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. Til marks um þetta var meðalvindur í Reykjavík 6,8 m/s árin 1950-59 en var kominn niður í 3,9 m/s á áratugnum 2010-2019. Á milli sömu tímabila stóð hann í stað í 6,8 metrum á Keflavíkurflugvelli, þar sem lítið hefur breyst í landslaginu. Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Fjallahjólaklúbburinn „Vindurinn í sjálfu sér er enn þá sá sami en við höfum breytt aðstæðunum, þannig að hann nær ekki eins vel niður. Reykjavík var ekki skjólsæl borg en hún er orðin það í dag,“ segir Árni Davíðsson líffræðingur í samtali við Vísi. „Það er gott að vita að þetta er möguleiki: Ef við viljum hafa lygnara í kringum okkur og þægilegra veðurfar, þá getum við stigið skref til þess og það kostar ekki mikið. Þetta er að stærstum hluta í okkar höndum.“ Þegar vindurinn er úr sögunni, fellur gamla afsökunin úr gildi um að ekki sé hægt að hjóla vegna hans. Það er mikilvægur sigur að mati Árna, sem er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Önnur sterk afsökun hafa verið brekkurnar, sem hér á landi eru sagðar verri en til dæmis í Kaupmannahöfn. Árni tekur fyrir það og segir flestar leiðir innan höfuðborgarsvæðisins að miklu leyti brekkulausar, þótt vissulega finnist brattar brekkur. Þar eru rafhjólin bylting. „Þeir sem æfa hjólreiðar eru frekar í vandræðum með að finna nógu brattar brekkur. Þeir verða beinlínis að leita að þeim,“ segir Árni. Ættum að gróðursetja enn meira Stormdagar eru færri í Reykjavík en áður, sem Árni segir að sé afleiðing uppbyggingar og meiri gróðurs. Þetta sýnir að umhverfi og arkítektúr hefur mjög bein áhrif á nærveður borgarbúa. Reykjavík á að verða hjólaborg á heimsmælakvarða. Á þeirri vegferð munu gróður og hjólastígar skipta sköpum.Vísir/Vilhelm „Það er síðan hægt að gera miklu betur í þessu. Ég held að við ættum að gróðursetja meira. Til dæmis á helgunarsvæðum stofnbrauta. Að setja niður tré og runna í auknum mæli á auðar grasflatir í kringum brautirnar myndi strax breyta miklu,“ segir Árni. Gróður á víðavangi á einum stað í borginni dregur úr vindi alls staðar í borginni, þótt áhrifin séu mest staðbundin. Tré í Heiðmörk getur lagt sitt af mörkum til ástandsins í miðbænum. Mun færri geta hjólað en vilja Árni segir að meðalvindurinn, lítill halli og framúrskarandi reiðhjólainnviðir á höfuðborgarsvæðinu geri Reykjavík þegar að frábærri hjólaborg, jafnvel svo frábærri að útlenskir hjólreiðamenn súpa hveljur yfir þægindunum. Frá 2010 fór hlutur hjólreiða í öllum ferðum fólks úr 2% í borginni í rúm 7% nú, en betur má ef duga skal. Reykjavíkurborg samþykkti hjólreiðaáætlun á dögunum, þar sem markmiðið er að 10% af öllum ferðum í borginni verði farin á hjóli árið 2025. Að auki segjast 27% vilja helst ferðast á hjóli til vinnu, en margir geta það ekki af ýmsum sökum. Úr því þarf að bæta, segir borgin - búa í haginn svo að hægt sé að stíga skrefið. Með því að renna myndinni til hliðar má sjá þá gífurlegu uppbyggingu hjólastíga sem fram undan er. Árni segir að skipulagsbreytingar skipti einna mestu máli í að liðka fyrir hjólreiðabyltingunni, að fólk búi í hjólafæri við helstu þjónustu, svo að ekki þurfi að ætlast til af því að það hjóli tugum kílómetra fram og til baka í hversdagslegum erindum. Vetrarþjónustan á hjólavegum hefur batnað mjög að sögn Árna, sem minnist þess á árum áður að hafa þurft að bera hjól sitt yfir skafla til að komast leiðar sinnar. Slíkar ráðstafanir eru úr sögunni, segir Árni, sem hjólar vandræðalaust úr Vesturbæ í Mosfellsbæ og Kópavog á ruddum stígum á morgnana. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi var formaður stýrihóps um hjólreiðaáætlunina 2021-2025 og segir hana lið í því að gera Reykjavík að hjólaborg á heimsmælikvarða. Hún tjáir sig um áætlunina á Twitter, þar sem margir lýsa yfir ánægju, en aðrir halda því fram að 10% hlutdeild í öllum ferðum sé ekki endilega metnaðarfullt markmið miðað við að 27% vilji fá að hjóla. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt einróma í samgöngu- og skipulagsráði í dag. Ég er ótrúlega stolt af henni. Reykjavík ætlar að verða hjólaborg á heimsmælikvarða og áætlunin er liður í því. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst 🤍🚲https://t.co/uoWAlnryWl— Katrín Atladóttir (@katrinat) May 26, 2021 Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Borgarlína Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Til marks um þetta var meðalvindur í Reykjavík 6,8 m/s árin 1950-59 en var kominn niður í 3,9 m/s á áratugnum 2010-2019. Á milli sömu tímabila stóð hann í stað í 6,8 metrum á Keflavíkurflugvelli, þar sem lítið hefur breyst í landslaginu. Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Fjallahjólaklúbburinn „Vindurinn í sjálfu sér er enn þá sá sami en við höfum breytt aðstæðunum, þannig að hann nær ekki eins vel niður. Reykjavík var ekki skjólsæl borg en hún er orðin það í dag,“ segir Árni Davíðsson líffræðingur í samtali við Vísi. „Það er gott að vita að þetta er möguleiki: Ef við viljum hafa lygnara í kringum okkur og þægilegra veðurfar, þá getum við stigið skref til þess og það kostar ekki mikið. Þetta er að stærstum hluta í okkar höndum.“ Þegar vindurinn er úr sögunni, fellur gamla afsökunin úr gildi um að ekki sé hægt að hjóla vegna hans. Það er mikilvægur sigur að mati Árna, sem er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Önnur sterk afsökun hafa verið brekkurnar, sem hér á landi eru sagðar verri en til dæmis í Kaupmannahöfn. Árni tekur fyrir það og segir flestar leiðir innan höfuðborgarsvæðisins að miklu leyti brekkulausar, þótt vissulega finnist brattar brekkur. Þar eru rafhjólin bylting. „Þeir sem æfa hjólreiðar eru frekar í vandræðum með að finna nógu brattar brekkur. Þeir verða beinlínis að leita að þeim,“ segir Árni. Ættum að gróðursetja enn meira Stormdagar eru færri í Reykjavík en áður, sem Árni segir að sé afleiðing uppbyggingar og meiri gróðurs. Þetta sýnir að umhverfi og arkítektúr hefur mjög bein áhrif á nærveður borgarbúa. Reykjavík á að verða hjólaborg á heimsmælakvarða. Á þeirri vegferð munu gróður og hjólastígar skipta sköpum.Vísir/Vilhelm „Það er síðan hægt að gera miklu betur í þessu. Ég held að við ættum að gróðursetja meira. Til dæmis á helgunarsvæðum stofnbrauta. Að setja niður tré og runna í auknum mæli á auðar grasflatir í kringum brautirnar myndi strax breyta miklu,“ segir Árni. Gróður á víðavangi á einum stað í borginni dregur úr vindi alls staðar í borginni, þótt áhrifin séu mest staðbundin. Tré í Heiðmörk getur lagt sitt af mörkum til ástandsins í miðbænum. Mun færri geta hjólað en vilja Árni segir að meðalvindurinn, lítill halli og framúrskarandi reiðhjólainnviðir á höfuðborgarsvæðinu geri Reykjavík þegar að frábærri hjólaborg, jafnvel svo frábærri að útlenskir hjólreiðamenn súpa hveljur yfir þægindunum. Frá 2010 fór hlutur hjólreiða í öllum ferðum fólks úr 2% í borginni í rúm 7% nú, en betur má ef duga skal. Reykjavíkurborg samþykkti hjólreiðaáætlun á dögunum, þar sem markmiðið er að 10% af öllum ferðum í borginni verði farin á hjóli árið 2025. Að auki segjast 27% vilja helst ferðast á hjóli til vinnu, en margir geta það ekki af ýmsum sökum. Úr því þarf að bæta, segir borgin - búa í haginn svo að hægt sé að stíga skrefið. Með því að renna myndinni til hliðar má sjá þá gífurlegu uppbyggingu hjólastíga sem fram undan er. Árni segir að skipulagsbreytingar skipti einna mestu máli í að liðka fyrir hjólreiðabyltingunni, að fólk búi í hjólafæri við helstu þjónustu, svo að ekki þurfi að ætlast til af því að það hjóli tugum kílómetra fram og til baka í hversdagslegum erindum. Vetrarþjónustan á hjólavegum hefur batnað mjög að sögn Árna, sem minnist þess á árum áður að hafa þurft að bera hjól sitt yfir skafla til að komast leiðar sinnar. Slíkar ráðstafanir eru úr sögunni, segir Árni, sem hjólar vandræðalaust úr Vesturbæ í Mosfellsbæ og Kópavog á ruddum stígum á morgnana. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi var formaður stýrihóps um hjólreiðaáætlunina 2021-2025 og segir hana lið í því að gera Reykjavík að hjólaborg á heimsmælikvarða. Hún tjáir sig um áætlunina á Twitter, þar sem margir lýsa yfir ánægju, en aðrir halda því fram að 10% hlutdeild í öllum ferðum sé ekki endilega metnaðarfullt markmið miðað við að 27% vilji fá að hjóla. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt einróma í samgöngu- og skipulagsráði í dag. Ég er ótrúlega stolt af henni. Reykjavík ætlar að verða hjólaborg á heimsmælikvarða og áætlunin er liður í því. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst 🤍🚲https://t.co/uoWAlnryWl— Katrín Atladóttir (@katrinat) May 26, 2021
Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Borgarlína Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01
Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01