15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 12:01 Færið var mjög þröngt en skotið hans Marco Van Basten var þeim mun betra. Getty/Alessandro Sabattini Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. Hollendingar hafa aðeins unnið eitt stórmót og það var EM í Vestur-Þýskalandi fyrir 33 árum síðan. Hollendingar byrjuðu EM 1988 ekki vel en spiluðu betur með hverjum leiknum og unnu loks eftirminnilega sigur. Marco van Basten hafði verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og byrjaði Evrópumótið 1988 á bekknum í tapleik. Hann endaði það sem Evrópumeistari, markakóngur og með því að skora eitt magnaðasta mark sögunnar. Eftir tap í fyrsta leiknum þá kom Van Basten inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Englandi og skoraði þar þrennu. Í undanúrslitaleiknum fiskaði hann víti og skoraði síðan sigurmarkið í blálokin á móti gestgjöfum Vestur-Þjóðverja. Í úrslitaleiknum lagði Van Basten upp fyrra markið fyrir Ruud Gullit í 2-0 sigri á Sovétmönnum en hápunkturinn kom á 54. mínútu leiksins. On this day, Marco van Basten scored THAT volley in the Euro 1988 final pic.twitter.com/ULOkF6T5Yx— B/R Football (@brfootball) June 25, 2019 Arnold Mühren átti þá háa og svífandi fyrirgjöf á fjærstöngina. Mühren hefur sjálfur talað um að þetta hafi verið slök fyrirgjöf en hún bauð Van Basten upp á möguleikann á að skora ótrúlegt mark. Van Basten tók boltann viðstöðulaust á lofti og svínhitti hann. Honum virtist líka takast það að brjóta lögmál eðlisfræðinnar þegar boltinn fór yfir Rinat Dasayev í marki Sovétmanna en datt svo jafnframt niður í fjærhornið. Færið var þröngt en skotið stórkostlegt. „Það var komið fram í seinni háfleik og ég var orðinn svolítið þreyttur. Boltinn kom fyrir frá Arnold Mühren og ég hugsaði: Ég get tekið hann niður og reynt að gera eitthvað á móti öllum þessum varnarmönnum eða farið auðveldu leiðina, tekið áhættuna og skotið. Þú þarf mikla heppni í svona skot en allt gekk upp,“ sagði Marco van Basten um markið í viðtali við heimasíðu UEFA. „Svona hlutir gerast stundum. Þú þarft svo mikla heppni og þarna fékk ég tækifæri til að reyna þetta á réttum tím. Ég get sagt fullt af sögum en þetta var frábær tilfinning. Ég verð að vera þakklátur fyrir að mér og Hollandi var gefið svona móment,“ sagði Van Basten en bætti við: „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað ég hafði gert. Það sést líka á viðbrögðunum mínum því þar er ég eiginlega að spyrja menn: Hvað er að gerast?, rifjaði Marco van Basten upp í þessu viðtali. Hér fyrir neðan má sjá flottustu mörkin frá Evrópumótinu 1988 en það var ekki erfitt að velja það fallegasta. Klippa: Fallegustu mörkin á EM 1988 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Hollendingar hafa aðeins unnið eitt stórmót og það var EM í Vestur-Þýskalandi fyrir 33 árum síðan. Hollendingar byrjuðu EM 1988 ekki vel en spiluðu betur með hverjum leiknum og unnu loks eftirminnilega sigur. Marco van Basten hafði verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og byrjaði Evrópumótið 1988 á bekknum í tapleik. Hann endaði það sem Evrópumeistari, markakóngur og með því að skora eitt magnaðasta mark sögunnar. Eftir tap í fyrsta leiknum þá kom Van Basten inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Englandi og skoraði þar þrennu. Í undanúrslitaleiknum fiskaði hann víti og skoraði síðan sigurmarkið í blálokin á móti gestgjöfum Vestur-Þjóðverja. Í úrslitaleiknum lagði Van Basten upp fyrra markið fyrir Ruud Gullit í 2-0 sigri á Sovétmönnum en hápunkturinn kom á 54. mínútu leiksins. On this day, Marco van Basten scored THAT volley in the Euro 1988 final pic.twitter.com/ULOkF6T5Yx— B/R Football (@brfootball) June 25, 2019 Arnold Mühren átti þá háa og svífandi fyrirgjöf á fjærstöngina. Mühren hefur sjálfur talað um að þetta hafi verið slök fyrirgjöf en hún bauð Van Basten upp á möguleikann á að skora ótrúlegt mark. Van Basten tók boltann viðstöðulaust á lofti og svínhitti hann. Honum virtist líka takast það að brjóta lögmál eðlisfræðinnar þegar boltinn fór yfir Rinat Dasayev í marki Sovétmanna en datt svo jafnframt niður í fjærhornið. Færið var þröngt en skotið stórkostlegt. „Það var komið fram í seinni háfleik og ég var orðinn svolítið þreyttur. Boltinn kom fyrir frá Arnold Mühren og ég hugsaði: Ég get tekið hann niður og reynt að gera eitthvað á móti öllum þessum varnarmönnum eða farið auðveldu leiðina, tekið áhættuna og skotið. Þú þarf mikla heppni í svona skot en allt gekk upp,“ sagði Marco van Basten um markið í viðtali við heimasíðu UEFA. „Svona hlutir gerast stundum. Þú þarft svo mikla heppni og þarna fékk ég tækifæri til að reyna þetta á réttum tím. Ég get sagt fullt af sögum en þetta var frábær tilfinning. Ég verð að vera þakklátur fyrir að mér og Hollandi var gefið svona móment,“ sagði Van Basten en bætti við: „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað ég hafði gert. Það sést líka á viðbrögðunum mínum því þar er ég eiginlega að spyrja menn: Hvað er að gerast?, rifjaði Marco van Basten upp í þessu viðtali. Hér fyrir neðan má sjá flottustu mörkin frá Evrópumótinu 1988 en það var ekki erfitt að velja það fallegasta. Klippa: Fallegustu mörkin á EM 1988
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00