15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 12:01 Færið var mjög þröngt en skotið hans Marco Van Basten var þeim mun betra. Getty/Alessandro Sabattini Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. Hollendingar hafa aðeins unnið eitt stórmót og það var EM í Vestur-Þýskalandi fyrir 33 árum síðan. Hollendingar byrjuðu EM 1988 ekki vel en spiluðu betur með hverjum leiknum og unnu loks eftirminnilega sigur. Marco van Basten hafði verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og byrjaði Evrópumótið 1988 á bekknum í tapleik. Hann endaði það sem Evrópumeistari, markakóngur og með því að skora eitt magnaðasta mark sögunnar. Eftir tap í fyrsta leiknum þá kom Van Basten inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Englandi og skoraði þar þrennu. Í undanúrslitaleiknum fiskaði hann víti og skoraði síðan sigurmarkið í blálokin á móti gestgjöfum Vestur-Þjóðverja. Í úrslitaleiknum lagði Van Basten upp fyrra markið fyrir Ruud Gullit í 2-0 sigri á Sovétmönnum en hápunkturinn kom á 54. mínútu leiksins. On this day, Marco van Basten scored THAT volley in the Euro 1988 final pic.twitter.com/ULOkF6T5Yx— B/R Football (@brfootball) June 25, 2019 Arnold Mühren átti þá háa og svífandi fyrirgjöf á fjærstöngina. Mühren hefur sjálfur talað um að þetta hafi verið slök fyrirgjöf en hún bauð Van Basten upp á möguleikann á að skora ótrúlegt mark. Van Basten tók boltann viðstöðulaust á lofti og svínhitti hann. Honum virtist líka takast það að brjóta lögmál eðlisfræðinnar þegar boltinn fór yfir Rinat Dasayev í marki Sovétmanna en datt svo jafnframt niður í fjærhornið. Færið var þröngt en skotið stórkostlegt. „Það var komið fram í seinni háfleik og ég var orðinn svolítið þreyttur. Boltinn kom fyrir frá Arnold Mühren og ég hugsaði: Ég get tekið hann niður og reynt að gera eitthvað á móti öllum þessum varnarmönnum eða farið auðveldu leiðina, tekið áhættuna og skotið. Þú þarf mikla heppni í svona skot en allt gekk upp,“ sagði Marco van Basten um markið í viðtali við heimasíðu UEFA. „Svona hlutir gerast stundum. Þú þarft svo mikla heppni og þarna fékk ég tækifæri til að reyna þetta á réttum tím. Ég get sagt fullt af sögum en þetta var frábær tilfinning. Ég verð að vera þakklátur fyrir að mér og Hollandi var gefið svona móment,“ sagði Van Basten en bætti við: „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað ég hafði gert. Það sést líka á viðbrögðunum mínum því þar er ég eiginlega að spyrja menn: Hvað er að gerast?, rifjaði Marco van Basten upp í þessu viðtali. Hér fyrir neðan má sjá flottustu mörkin frá Evrópumótinu 1988 en það var ekki erfitt að velja það fallegasta. Klippa: Fallegustu mörkin á EM 1988 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Hollendingar hafa aðeins unnið eitt stórmót og það var EM í Vestur-Þýskalandi fyrir 33 árum síðan. Hollendingar byrjuðu EM 1988 ekki vel en spiluðu betur með hverjum leiknum og unnu loks eftirminnilega sigur. Marco van Basten hafði verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og byrjaði Evrópumótið 1988 á bekknum í tapleik. Hann endaði það sem Evrópumeistari, markakóngur og með því að skora eitt magnaðasta mark sögunnar. Eftir tap í fyrsta leiknum þá kom Van Basten inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Englandi og skoraði þar þrennu. Í undanúrslitaleiknum fiskaði hann víti og skoraði síðan sigurmarkið í blálokin á móti gestgjöfum Vestur-Þjóðverja. Í úrslitaleiknum lagði Van Basten upp fyrra markið fyrir Ruud Gullit í 2-0 sigri á Sovétmönnum en hápunkturinn kom á 54. mínútu leiksins. On this day, Marco van Basten scored THAT volley in the Euro 1988 final pic.twitter.com/ULOkF6T5Yx— B/R Football (@brfootball) June 25, 2019 Arnold Mühren átti þá háa og svífandi fyrirgjöf á fjærstöngina. Mühren hefur sjálfur talað um að þetta hafi verið slök fyrirgjöf en hún bauð Van Basten upp á möguleikann á að skora ótrúlegt mark. Van Basten tók boltann viðstöðulaust á lofti og svínhitti hann. Honum virtist líka takast það að brjóta lögmál eðlisfræðinnar þegar boltinn fór yfir Rinat Dasayev í marki Sovétmanna en datt svo jafnframt niður í fjærhornið. Færið var þröngt en skotið stórkostlegt. „Það var komið fram í seinni háfleik og ég var orðinn svolítið þreyttur. Boltinn kom fyrir frá Arnold Mühren og ég hugsaði: Ég get tekið hann niður og reynt að gera eitthvað á móti öllum þessum varnarmönnum eða farið auðveldu leiðina, tekið áhættuna og skotið. Þú þarf mikla heppni í svona skot en allt gekk upp,“ sagði Marco van Basten um markið í viðtali við heimasíðu UEFA. „Svona hlutir gerast stundum. Þú þarft svo mikla heppni og þarna fékk ég tækifæri til að reyna þetta á réttum tím. Ég get sagt fullt af sögum en þetta var frábær tilfinning. Ég verð að vera þakklátur fyrir að mér og Hollandi var gefið svona móment,“ sagði Van Basten en bætti við: „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað ég hafði gert. Það sést líka á viðbrögðunum mínum því þar er ég eiginlega að spyrja menn: Hvað er að gerast?, rifjaði Marco van Basten upp í þessu viðtali. Hér fyrir neðan má sjá flottustu mörkin frá Evrópumótinu 1988 en það var ekki erfitt að velja það fallegasta. Klippa: Fallegustu mörkin á EM 1988
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00