Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 15:24 Ingólfur Örn Friðriksson, stundum kallaður Lúsífer, hefur verið í kirkju Satans frá 2001. Það hefur alltaf verið vilji hans og val að bera nafnið Lúsífer, en mannanafnanefnd hefur ekki tekið umleitun hans vel. Nú hefur héraðsdómur gripið fram fyrir hendurnar á nefndinni. Aðsend mynd Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. Ingólfur, eða Lúsífer eins og hann kallar sig, fær 900.000 krónur í málskostnað frá íslenska ríkinu. Hann fær þó ekki viðurkenningu á að hann megi nú heita Lúsífer enda er aðeins verið að fella úrskurðinn úr gildi um að hann megi það ekki; ekki er verið að kveða upp nýjan um að hann megi það. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá 2001, eins og kemur fram í dómnum. Hann segir að í hans trú standi nafnið fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Héraðsdómur taldi að mannanafnanefnd hafi ekki tekið nægilegt tillit til mismunandi merkingar nafnsins Lúsífer, sem getur einnig samkvæmt orðabók alveg eins vísað til djúpsjávarfisks eins og það getur vísað til djöfulsins sjálfs. Danski þungarokkssöngvarinn King Diamond er á meðal heimsþekktra satanista.Wikipedia/Cecil CC BY-SA 3.0 Vegna þessara ólíku merkinga orðsins, gat héraðsdómur ekki fallist á að nefndinni hafi verið heimilt að hafna nafninu á forsendum þeirrar lagagreinar að eiginnafn megi ekki vera „þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“ Nafnið verður nafnbera með öðrum orðum engum til ama ef það hefur ekki neikvæða merkingu í huga fólks. Í dóminum segir að með orðinu sé einnig vísað til ljósbera og morgunstjörnunnar Venusar, sem hefur alls ekki neikvæða merkingu. „Þá er ekkert sem styður að heitið hafi almennt neikvæða og niðrandi merkingu samkvæmt málvitund fólks nú á tímum fremur en til að mynda nafnið Ári sem er á mannanafnaskrá.“ Héraðsdómur þarf meira til að geta heimilað nafnið sjálfur Ástæðan fyrir því að héraðsdómur gat ekki látið kné fylgja kviði og heimilað í leiðinni notkun sjálfs nafnsins var sú að dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki sjálf lagt mat á önnur almenn skilyrði fyrir nöfnum. Héraðsdómur þarf að sjá að nafn uppfylli þau skilyrði til þess að hann geti tekið sér það bessaleyfi að leyfa nafn. Fordæmi eru fyrir öðru eins. Ætla má að það sem nú taki við sé önnur umsókn Ingólfs til mannanafnanefndar um sama nafn, þar sem nefndin verður beðin um að taka afstöðu til annarra almennra atriða, svo sem um það hvort nafnið verði með góðu móti lagað að íslenskri málfræðihefð. Ljóst er að í næstu umsókn er ólíklegt að nafninu verði hafnað á grundvelli ákvæða um mögulegan og ómögulegan ama sem það kann að valda nafnberanum, sem svo fús er að taka þá áhættu. Ingólfur vildi ekki veita Vísi viðtal að svo komnu máli. Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“ Mannanöfn Trúmál Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ingólfur, eða Lúsífer eins og hann kallar sig, fær 900.000 krónur í málskostnað frá íslenska ríkinu. Hann fær þó ekki viðurkenningu á að hann megi nú heita Lúsífer enda er aðeins verið að fella úrskurðinn úr gildi um að hann megi það ekki; ekki er verið að kveða upp nýjan um að hann megi það. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá 2001, eins og kemur fram í dómnum. Hann segir að í hans trú standi nafnið fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Héraðsdómur taldi að mannanafnanefnd hafi ekki tekið nægilegt tillit til mismunandi merkingar nafnsins Lúsífer, sem getur einnig samkvæmt orðabók alveg eins vísað til djúpsjávarfisks eins og það getur vísað til djöfulsins sjálfs. Danski þungarokkssöngvarinn King Diamond er á meðal heimsþekktra satanista.Wikipedia/Cecil CC BY-SA 3.0 Vegna þessara ólíku merkinga orðsins, gat héraðsdómur ekki fallist á að nefndinni hafi verið heimilt að hafna nafninu á forsendum þeirrar lagagreinar að eiginnafn megi ekki vera „þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“ Nafnið verður nafnbera með öðrum orðum engum til ama ef það hefur ekki neikvæða merkingu í huga fólks. Í dóminum segir að með orðinu sé einnig vísað til ljósbera og morgunstjörnunnar Venusar, sem hefur alls ekki neikvæða merkingu. „Þá er ekkert sem styður að heitið hafi almennt neikvæða og niðrandi merkingu samkvæmt málvitund fólks nú á tímum fremur en til að mynda nafnið Ári sem er á mannanafnaskrá.“ Héraðsdómur þarf meira til að geta heimilað nafnið sjálfur Ástæðan fyrir því að héraðsdómur gat ekki látið kné fylgja kviði og heimilað í leiðinni notkun sjálfs nafnsins var sú að dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki sjálf lagt mat á önnur almenn skilyrði fyrir nöfnum. Héraðsdómur þarf að sjá að nafn uppfylli þau skilyrði til þess að hann geti tekið sér það bessaleyfi að leyfa nafn. Fordæmi eru fyrir öðru eins. Ætla má að það sem nú taki við sé önnur umsókn Ingólfs til mannanafnanefndar um sama nafn, þar sem nefndin verður beðin um að taka afstöðu til annarra almennra atriða, svo sem um það hvort nafnið verði með góðu móti lagað að íslenskri málfræðihefð. Ljóst er að í næstu umsókn er ólíklegt að nafninu verði hafnað á grundvelli ákvæða um mögulegan og ómögulegan ama sem það kann að valda nafnberanum, sem svo fús er að taka þá áhættu. Ingólfur vildi ekki veita Vísi viðtal að svo komnu máli. Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“
Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“
Mannanöfn Trúmál Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels