Dæmdur nauðgari fær ekki áheyrn í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 11:24 Hæstiréttur Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur hafnað beiðni karlmanns um áfrýjunarleyfi sem sakfelldur var fyrir nauðgun á tveimur dómstigum. Rétturinn telur málið ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að meðferð málsins fyrir dómum hafi verið stórlega ábótavant. Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31
Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent