Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 09:43 Dómararnir þrír voru ekki sammála um niðurstöðu málsins og skilaði einn þeirra inn sératkvæði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira