Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 07:55 Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum þann 10. maí. Skjáskot Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira