Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 08:50 Þýska fyrirtækið TUV Rheinland er talið hafa sýnt af sér vanrækslu þegar það vottaði PIP-púðana örugga jafnvel þó að þeir stæðust ekki öryggiskröfur. Vísir/EPA Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur. Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu. Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu.
Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira