Innlent

Hressileg rigning en skammvinn

Snorri Másson skrifar
Lengi hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir almennilegri rigningu, enda verið með eindæmum þurrt í vor.
Lengi hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir almennilegri rigningu, enda verið með eindæmum þurrt í vor. Vísir/Vilhelm

Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið.

Á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi er aðeins í gildi óvissustig vegna gróðurelda á meðan víðast hvar annars staðar á vestanverðu landinu er í gildi hættustig. Það er einnig í gildi í Austur-Skaftafellssýslu.

Þótt rigningin í kvöld sé kærkomin er ljóst að ekki stefnir í annað eins næstu daga. Á morgun og hinn er þannig lítil úrkoma í kortinu fyrir suðvesturhorn landsins, nema ef vera skyldu skúrir sunnanlands á morgun.

Á laugardaginn er fyrst spáð rigningu víða um land en strax á morgun er spáð lítilsháttar éljum um landið norðaustanvert.

Nokkur sól er í kortunum og fimmtudagur og föstudagur verða blíðviðrisdagar. Hægur vindur víðast hvar og hiti allt að ellefu stigum á föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.