Liverpool með pálmann í höndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gestirnir fagna þriðja markinu í kvöld.
Gestirnir fagna þriðja markinu í kvöld. Alex Livesey/Getty Images

Liverpool er í fjórða sæti og þar með Meistaradeildarsæti er ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu 3-0 sigur á Burnley í kvöld.

Fyrra markið kom á 43. mínútu er Roberto Firmino skoraði. Eftir góðan samleik Sadio Mane og Andy Robertson, gaf sá síðarnefndi boltann á Firmino sem kom boltanum í netið.

Nat Phillips þakkaði traustið í byrjunarliði Liverpool með að koma þeim í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Aftur var það samleikur Robertson og Mane sem áttu þátt í markinu en nú var það Mane sem átti stoðsendinguna.

Phillips var fimmtándi leikmaður Liverpool til þess að skora á tímabilinu en einungis Chelsea og Man. City eiga fleiri markaskorara.

Alex Oxlade-Chamberlain bætti við þriðja markinu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 3-0 sigur Liverpool sem er nú í fjórða sætinu með 66 sig, jafn mörg og Leicester sem er í fimmta sætinu, en þremur mörkum betra markahlutfall.

Chelsea er svo í þriðja sætinu með 67 stig. Chelsea mætir Aston Villa í lokaumferðinni á útivelli, Liverpool spilar heima gegn Crystal Palace og Leicester tekur á móti Tottenham í Leicester.

West Ham vann svo 3-1 sigur á WBA á útivelli. Declan Rice klúðraði víti í fyrri hálfleik og Matheus Pereira kom WBA yfir á 27. mínútu.

Toumas Soucek jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Angelo Ogbonna kom West Ham yfir átta mínútum fyrir leikslok.

Michail Antonio skoraði svo þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-1.

West Ham er í sjötta sætinu með 62 stig, þremur stigum á undan Tottenham og Everton sem eru í sætunum fyrir neðar, fyrir lokaumferðina.

WBA er fallið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira