Fundu málmgufur utan um halastjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:01 Járn (Fe) og nikkel (Ni) fannst í þunnum gashjúp þegar ljósið frá halastjörnunni C/2016 R2 (PANSTARRS) var litrófsrgreint. Þungmálmar eru yfirleitt ekki á gasformi í kuldanum fjarri sólinni. ESO/L. Calçada, SPECULOOS Team/E. Jehin, Manfroid og fleiri Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent