Innlent

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikinn reyk leggur frá eldunum sem má sjá víða á höfuðborgarsvæðinu.
Mikinn reyk leggur frá eldunum sem má sjá víða á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Slökkvilið frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og eru tveir dælubílar á staðnum. Slökkvistarf hefur nú staðið yfir í rúman hálftíma og því er ekki lokið.

Eldana má greinilega sjá hér en myndin er tekin út um bílglugga á Breiðholtsbraut.Vísir/Einar

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að starfið gangi vel en nokkuð erfitt hafi verið að komast að eldunum þar sem þeir hafi kviknað á skógi vöxnu svæði. Slökkvistarf sé þó langt komið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.