Erlent

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Rioja-vínum fækkar líklega á næstunni.
Rioja-vínum fækkar líklega á næstunni. getty/Brycia James

Yfir fimm­tíu bask­neskir vín­fram­leið­endur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru ó­um­deilan­lega þau vin­sælustu sem koma frá Spáni en bask­nesku fram­leið­endurnir vilja nýja sér­bask­neska vín­merkingu.

Beiðni þeirra um nýju merkinguna er komin fyrir Evrópu­sam­bandið en fram­leið­endurnir hafa þegar hlotið stuðning spænsku ríkis­stjórnarinnar og stjórnar Baska­lands í málinu.

Flestir Ís­lendingar þekkja Rioja-vínin vel en Rioja-stimpilinn er lög­verndaður og mega að­eins fram­leið­endur frá af­mörkuðum svæðum nota hann á vín sín. Svæðin sem falla undir Rioja-svæðið eru sjálf­stjórnar­svæðið La Rioja, hluti sjálf­stjórnar­svæðisins Navarra og bask­neska héraðið Álava.

Bask­nesku vín­fram­leið­endurnir vilja nú slíta öll tengsl við Rioja-gæða­stimpilinn og skapa sinn eigin, sem mun bera bask­neska heitið Araba­ko Mahasti­ak eða Viñedos de Álava á spænsku.

Baskarnir hafa bent á gamlar hella­myndir sér­stöðu sinni til stuðnings sem eiga að sanna að þeir styðjist við að minnsta kosti þúsund ára gamla hefð í vín­gerð á svæðinu. Sömuleiðis er ekki úr vegi að skilja óskir Baskanna sem lið í sjálfstæðistilburðum þeirra, sem eru gömul saga og ný.

Meiri gæði eiga að felast í Álava-vínunum heldur en flestum öðrum Rioja-vínum en eins og staðan er í dag mega 473 vín­fram­leið­endur merkja vín sín með Rioja-stimplinum, samkvæmt frétt The Guardian um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.