Fótbolti

Milan mis­tókst að vinna Cagli­ari og Meistara­deildar­sætið í hættu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

AC Milan gerði markalaust jafntefli við Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það þýðir að AC Milan er sem stendur í 3. sæti Serie A með 76 stig fyrir lokaumferð deildarinnar. Í lokaumferðinni þarf Milan að fara til Atalanta sem er í 2. sæti með 78 stig. Napoli – sem vann Fiorentina 2-0 fyrr í dag – er í 4. sæti með 76 stig og Juventus er í 5. sæti með 75 stig.

Þá er Juventus einnig með betri markatölu en AC Milan. Það er því ljóst að Milan þarf sigur gegn Atalanta en fari svo að Milan nái ekki í sigur þá gæti Juventus stolið Meistaradeildarsætinu af þeim ef lærisveinar Andrea Pirlo leggja Bologna af velli í lokaumferðinni.

Napoli mætir svo Verona á heimavelli og ætti því að eiga Meistaradeildarsætið víst. Lokaumferð Seria A fer fram 23. maí næstkomandi.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.